Lífið

Jón Gnarr í áheyrnaprufu fyrir hlutverk ruslatunnu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Gestir á UT messunni í Hörpu heyra rödd Jóns Gnarr þegar rusli er hent í talandi ruslatunnur Reykjavíkurborgar.
Gestir á UT messunni í Hörpu heyra rödd Jóns Gnarr þegar rusli er hent í talandi ruslatunnur Reykjavíkurborgar. Vísir/Ernir
Jón Gnarr sótti um hlutverk talandi ruslatunnu og þurfti að hafa heldur betur fyrir því að fá hlutverkið. Framleiðandi hjá Sahara tók Jón í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið og gekk á ýmsu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Jón komst þó í gegn og að hans sögn var prufan sú skrýtnasta sem hann hefur farið í.

Talandi ruslatunnan er hluti af UT messunni í Hörpu sem nú stendur yfir. Með ruslatunninni er Snjallborgin Reykjavík að vekja athygli á helstu tækninýjungum meðal annars í þjónustuferlum og fleira. 

Jón Gnarr rifjar upp gamla grín-takta í áheyrnaprufunni en hann segist vera mikill áhugamaður um rusl og því var hann í skýjunum með að hafa hneppt hlutverkið. 

Einu var ég borgarstjóri, nú er ég í ruslinu stendur við hliðina á talandi ruslafötunni í Hörpu. Það hefur vakið mikla kátinu hjá gestum UT messunnar að heyra rödd Jóns Gnarr koma út úr ruslatunnunni þegar kastað er rusli í hana.

Snjallborgar ráðstefna verður haldin 3. maí næstkomandi 

þar sem farið verður yfir hvað felst í snjöllum ljósastaur, snjalltunnu, deilihjólastæði og velferðartæknismiðju. Þá verður farið yfir hversu borgin er langt komin að undirbúa sig fyrir sjálfkeyrandi bíla.

Nú geta þeir sem hafa látið sig dreyma um að kasta rusli í Jón Gnarr látið draum sinn rætast í Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×