Innlent

Íbúar í Flóahreppi fara alla leið þegar þorrablótin eru annars vegar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Íbúar í Flóahreppi fara alla leið þegar þorrablótin eru annars vegar því þeim er boðið upp á gömludansa námskeið fyrir þau þrjú þorrablót sem eru haldin í sveitinni. Á námskeiðinu er verið að kenna skottís, partýpolka, hlöðudans og jive svo eitthvað sé nefnt.

Í félagsheimilinu Félagslund í Flóahreppi eru tuttugu pör úr sveitinni á ör dansnámskeiði að læra gömlu dansana hjá Írisi Önnu Steinarrsdóttur, danskennara. Um tveggja kvölda námskeið er að ræða. Tilgangurinn er að fólk læri undirstöðuatriðin til að geta dansað á þorrablótunum þremur í sveitinni sem eru haldin í Félagslundi, Þingborg og Þjórsárver.

Íris Anna Steinarrsdóttir, danskennari, segir að dansinn haldi manni ungum.skjáskot af Stöð 2
Íris segir að það sé alltaf jafn skemmtilegt að kenna dans.

„Þetta heldur manni ungum. Þetta er algjört æði.“

Öll danspörin eru sammála um að það sé mjög mikilvægt atriði að kunna eitthvað í gömlu dönsunum sé ætlunin að mæta á þorrablót og vera þar maður með mönnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×