Lífið

Innlit í Super-Bowl partý í Laugardalnum: Gamli skólinn og rándýrt dansspor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bolli höfðingi heim að sækja.
Bolli höfðingi heim að sækja.
Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt.

Undanfarin ár hafa Íslendingar fylgst gríðarlega vel með þessum leik, og hefur sú hefð skapast að Super-Bowl teiti eru haldin um land allt.

Bolli Már Bjarnason og vinir hans hafa hist á heimili Bolla við Laugarásveg undanfarin fimm ár. Heljarinnar útsending var á Stöð 2 Sport í tengslum við leikinn stóra. Sérfræðingar voru í setti og ræddu þeir um allt í tengslum við leikinn.

Bolli Már bauð Stöð 2 Sport í heimssókn þar sem búið var að dekka upp svakalegt hlaðborð veitinga og höfðu þeir félagarnir einnig undirbúið frábært skemmtiatriði fyrir áhorfendur Stöðvar 2 Sports.

Hér að neðan má sjá innlit í eitt besta Super Bowl partý landsins.

Fyrr um kvöldið var staðan tekin í Keiluhöllinni í Grafarvoginum og var smekkfullt þar vel fyrir leik. Þeir Loftur og Snorri eru miklir aðdáendur NFL. Loftur er mikill New England Patriots maður og Snorri heldur með Eagles.

Það var því ákveðið að Patriots-maðurinn myndi keppa við stuðningsmann Eagles í keilu fyrir leikinn sjálfan. Það fór svo að Snorri vann, rétt eins og gerðist síðar um kvöldið í sjálfum Super Bowl. Hér að neðan má sjá innslagið frá Keiluhöllinni í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×