Lífið

Hvernig á að flokka hitt og þetta?

Guðný Hrönn skrifar
Endurvinnsla umbúða hvers konar er orðin stór iðnaðargrein.
Endurvinnsla umbúða hvers konar er orðin stór iðnaðargrein. Vísir/VALLI
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað undanfarið varðandi flokkun rusls og endurvinnslu. Facebook-hópurinn Áhugahópur um endurvinnslu og endurnýtingu er til marks um það en þar ræða um 8.000 einstaklingar málin sín á milli. Í þeim hópi dúkka reglulega upp sömu spurningarnar um hvernig eigi að flokka hitt og þetta rusl.

Lífið leitaði svara við nokkrum algengum spurningum hjá Rögnu Ingibjörgu Halldórsdóttur, deildarstjóra umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem Sorpa er með í dag getum við sagt að almennt sé flokkun að aukast. Við tókum á móti meira plasti frá íbúum 2017 en 2016. Íbúar í velflestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru með bláa tunnu fyrir pappír og við erum að sjá aukningu á glerumbúðum í gegnum grenndargáma fyrir gler. Svo almennt má segja að umhverfisvitund sé að aukast og þátttaka íbúa í flokkun,“ segir Ragna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×