Lífið

Tvísýnt með þátttöku Guðmundar: Fékk leyfi frá liðinu og skipti um keppnisdag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur keppir í Söngvakeppninni um helgina.
Guðmundur keppir í Söngvakeppninni um helgina.
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson var valinn til að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2018. Hann er atvinnumaður í fótbolta og leikur með IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Litlu munaði að Guðmundur myndi ekki fá leyfi frá félaginu til að taka þátt í Söngvakeppninni og fékk hann í raun formlegt leyfi 2. febrúar.

„Það var tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt og ég var alveg búinn að fara á nokkra fundi niðri í RÚV til að ræða hvort við gætum verið með eitthvað plan b,“ segir Fannar Freyr Magnússon, höfundur lagsins.

Hann segir að málið hafi sem betur fer hafa farið vel og mun Guðmundur mæta til landsins 8. febrúar og ná tveimur æfingum, á meðan aðrir keppendur fá sex æfingar. Guðmundur kemur fram í Háskólabíói 10. febrúar og flýgur síðan út til Svíþjóðar daginn eftir.

Guðmundur átti upphaflega að koma fram 17. febrúar í undanúrslitunum en fékk að skipta við Gyðu Margréti Kristjánsdóttur og Þóri Guðmundsson sem flytja lagið Brosa í staðinn þann 17. febrúar.

Guðmundur og Fannar hafa nú gefið frá sér tónlistarmyndband við lagið Litir og má sjá það hér að neðan. Lagið var unnið í samstarfi við StopWaitGo. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×