Enski boltinn

Swansea skoraði átta gegn Notts County

Anton Ingi Leifsson skrifar
Swansea fagnar marki Daniel James sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.
Swansea fagnar marki Daniel James sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. vísir/getty
Swansea rústaði Notts County í enska bikarnum í kvöld og úrvalsdeildarlið Huddersfield lenti í kröppum dansi gegn Birmingham á útivelli. Þetta voru endurteknir leikir úr fjórðu umferðinni.

Það var mikið fjör hjá Swansea á Liberty leikvanginum, en Svanirnir léku við hvurn sinn fingur. Tammy Abraham kom Swansea yfir á 18. mínútu og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Nathan Dyer forystuna.

Dyer var aftur á ferðinni á 30. mínútu og í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Tabby Swansea í 4-1, en Noor Husin hafði minnkað muninn fyrir County í 3-1.

Í síðari hálfleik bættu Svanirnir við fjórum mörkum. Kyle Naughton, Wayne Routledge, Thomas Carroll og Daniel James skoruðu sitthvort markið, en James var að spila sinn fyrsta leik. Lokatölur 8-1.

Huddersfield lenti í kröppum dansi gegn Birmingham á nútivelli. Markalaust var í hálfleik, en Che Adams kom Birmingham yfir á 52. mínútu. Marc Roberts varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og allt jafnt að venjulegum leiktíma loknum.

Í framlengingunin var úrvalsdeildarliðið sterkara og þeir Steve Mounie, Rajiv van La Parra og Tom Ince gerðu út um leikinn fyrir Huddersfield sem tryggði sér sæti í næstu umferð.

Rochdale vann svo að lokum 1-0 sigur á Millwall, en Millwall er deild ofar en Rochdale.

Swansea mætir Sheffield Wednesday á útivelli, Huddersfield fær Man. Utd í heimsókn og Rochdale spilar gegn Newport eða Tottenham sem mætast á Wembley annað kvvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×