Lífið

Pólsk börn fylla Fellaskóla um helgar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Börnin reyna að viðhalda móðurmálinu.
Börnin reyna að viðhalda móðurmálinu.
Fellaskóli er eini skólinn sem er vakandi klukkan tíu á laugardagsmorgni en um helgar er þar Pólski skólinn og mæta fjölmörg börn þangað um hverja helgi.

„Hér eru pólskir krakkar. Sumir eiga kannski íslenskan pabba og pólska mömmu,“ segir Marta Wieczorek aðstoðarskólastjóri, í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á mánudagskvöldið.

Alls eru 335 nemendur í skólanum sem hefur verið starfræktur síðan 2008. Markmiðið er að pólsk börn haldi við móðurmálinu og læri sögu Póllands.

Sindri kíkti í heimsókn um helgina og ræddi við krakkana eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×