Enski boltinn

Draumur Salah var alltaf að spila fyrir Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah í leik með Liverpool á tímabilinu.
Salah í leik með Liverpool á tímabilinu. vísir/getty
Mohamed Salah, ein skærasta stjarna Liverpool á tímabilinu, segir að hann hafi alist upp við það að halda með Liverpool og hafi stutt liðið frá barnæsku.

Salah hefur verið algjörlega magnaður í liði Liverpool á tímabilinu og um liðna helgi varð hann sá leikmaður Liverpool sem var fljótastur í tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Það tókst honum í 28 leikjum.

„Ég hef elskað félagið síðan ég var ungur og vissi að þetta var félag sem ég vildi spila fyrir. Ég vissi um sögu félagsins og þegar það bauðst að spila hér varð ég að láta að því,” sagði Salah við Four Four Two.

„Mér leið vel hjá Roma. Ég átti tvö frábær ár þar og ég var mjög ánægður, en ég hef alltaf verið sú týpa af manni sem vill taka áhættur og setja sjálfan mig undir pressu.”

Stuðningsmenn Salah dýrka Salah enda verið einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Hann hefur verið kallaður konungurinn í Kop-stúkunni, fyrir allra hörðustu stuðningsmenn Liverpool, en lætur stuðningsmennina um yfirlýsingarnar.

„Ég veit ekki hvort að það sé undir mér komið að segja það svo ég læt stuðningsmennina um það. Ég er ánægður með að skora mörk fyrir félagið sem ég studdi sem krakki - það er allt sem skiptir máli.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×