Enski boltinn

Herrera neitar að hafa hagrætt úrslitum leiks

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ander Herrera spilar í dag fyrir Manchester United.
Ander Herrera spilar í dag fyrir Manchester United. vísir/getty
Ander Herrera, leikmaður Manchester United, neitar því staðfastlega að hafa hagrætt úrslitum í leik Real Zaragoza og Levante þegar að hann var leikmaður Zaragoza árið 2011.

Spænskir dómarar eru að rannsaka leik liðanna sem fram fór í maí árið 2011 og hefur málið áður borið á góma en Herrera segist vera algjörlega saklaus.

„Eins og ég sagði árið 2014 þegar að þetta kom fyrst upp á yfirborðið þá hef ég aldrei og mun aldrei stunda það að hagræða úrslitum leikja,“ segir hann í yfirlýsingu.

„Ég skal glaður mæta fyrir réttarhöld og vitna í málinu því samviska mín er algjörlega hrein. Ég elska fótbolta og trúi á heiðarlegan leik, jafnt innan sem utan vallar,“ segir Ander Herrera.

Deportivo La Coruna féll úr spænsku 1. deildinni eftir að Real Zaragoza vann umræddan leik á móti Levanta, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×