Enski boltinn

Merson segir Arsenal að taka Conte verði honum sparkað frá Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hvað gerir Conte á næstu vikum?
Hvað gerir Conte á næstu vikum? vísir/getty
Paul Merton, fyrrum landsliðsmaður enska landsliðsins og núverandi sparkspekingur, segir að Arsenal eigi að ráða Antonio Conte verði honum sparkað sem þjálfara Chelsea á næstu vikum.

Hitnað hefur verulega undir Conte vegna slaks árangurs, en Arsene Wenger hefur verið í háa herrans tíð hjá Arsenal eins og flestir fótboltaáhugamenn vita.

Merson vill hins vegar fara að sjá breytingar hjá Arsenal. Hann segir að liðið þurfi að fara fá nýtt og ferskt blóð og segir hann Conte vera góðan kandídat í það.

„Ég myndi fara beint í símann ef ég væri Arsenal þann dag sem Conte losnar,” sagði Merson í samtali við Debate. „Stjórar eins og Conte koma ekki oft.”

„Arsenal þarf einhvern sem mætir og kemur fólki í uppnám. Hann vill að þú spilir á ákveðinn hátt og hann mun gera þá örugga til baka. Um leið og það gerist við Arsenal, þá verða þeir öflugir.”

„Ég held að Arsenal myndi segja að við fáum hann á næsta tímabili. Ég held að hann tikki í öll boxin og Arsenal getur ekki haldið áfram að láta alla þessa stjóra fara framhjá sér.”

„Þú getur ekki sagt mér að Pep Guardiola hafi ekki viljað þjálfa Arsenal. Ef hann hefði haft tækifærið hefði hann farið til Arsenal í mínum.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×