Fótbolti

„Verðum að hafa eitthvað sem við erum bestir í“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, Heimir Hallgrímsson, sagði að Ísland verði að reyna að verða ein af fremstu þjóðum heims á einhverjum sviðum þar sem við munum aldrei eiga bestu leikmennina.

Heimir talaði á málþingi KSÍ í höfuðstöðvum sambandsins á Laugardalsvelli í dag, sem haldið var í tilefni ársþings KSÍ á morgun.

„Þjálfuninni hefur fleytt fram. Við erum alltaf að skapa tæknilega betri leikmenn fyrir framtíðina. Við verðum aldrei með bestu leikmennina, það eru risa þjóðir sem eiga meiri möguleika á að framleiða betri leikmenn,“ sagði Heimir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Ef við ætlum að standa jafnfætis og jafnvel betur en þjóðir sem eru stærri og fjölmennari heldur en við þá verðum við að hafa eitthvað sérstakt, eitthvað sem við erum bestir í.“

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×