Íslenski boltinn

Stjarnan með nauman sigur á Keflavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stjörnumenn byrja keppnistímabilið vel
Stjörnumenn byrja keppnistímabilið vel Vísir/Eyþór

Alex Þór Hauksson tryggði Stjörnunni sigur á Keflavík í Lengjubikarnum í kvöld með sínu fyrsta meistaraflokksmarki.

Liðin mættust í Reykjaneshöllinni í kvöld en leikurinn var sá fyrsti í riðli 3 í A deild keppninnar.

Alex Þór var meðal efnilegustu manna í Pepsi deildinni í fyrra og byrjar nýtt keppnistímabil af krafti með þrumuskoti sem tryggði Stjörnunni stigin þrjú.

Ævar Ingi Jóhannesson, leikmaður Stjörnunnar, meiddist á ökkla í leiknum og var fluttur á sjúkrahús til myndatöku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.