Fótbolti

Rúrik kominn af stað með nýja liðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.
Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen. Vísir/Getty
Rúrik Gíslason byrjaði feril sinn hjá sínu nýja liði Sandhausen í dag. Honum gengur strax betur en á gamla staðnum því landsliðsmaðurinn fékk að spila tæpan hálftíma þegar liðið sótti Ingolstadt heim.

Rúrik kom inn á 68. mínútu fyrir Julian-Maurice Derstroff. Þá var staðan markalaus, en hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik.

Íslenski landsliðsmaðurinn náði ekki að bjarga liði sínu frekar en nokkur annar maður inni á vellinum, lokastaðan varð 0-0.

Tölfræðin ber merki um nokkuð jafnan leik, liðin skiptu boltanum nokkuð bróðurlega á milli sín og áttu heimamenn í Ingolstadt 3 tilraunir á ramman og Sandhausen 4.

Liðin eru bæði að elta topplið deildarinnar, sitja í 4. og 6. sæti, Sandhausen í því sjötta. Aðeins sex stig eru í efstu liðin þrjú, sem öll eru jöfn að stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×