Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við ferðafélaga ungs hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni á þriðjudag en hann segir sorglegt að sjá vin sinn í slíkum aðstæðum.

Einnig verður fjallað um ákvörðun norska ríkisolíufélagsins Petro um að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu og alþjóðlegt bridgemót sem nú stendur yfir í Hörpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×