Íslenski boltinn

Sjáðu geggjað aukaspyrnumark Jóhanns fyrir U17

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Árni Gunnarsson er oftast kallaður Jóhann01.
Jóhann Árni Gunnarsson er oftast kallaður Jóhann01. mynd/skjáskot
Drengjalandslið Íslands skipað leikmönnum 17 ára og yngri hafnaði í sjöunda sæti á móti í Hvíta-Rússlandi sem lauk um helgina.

Drengirnir okkar tryggðu sér sjöunda sætið með því að vinna Moldóvu, 3-0, í lokaleiknum en mótið er liður í undirbúning U17 fyrir milliriðla undankeppni EM 2018.

Fyrsta mark leiksins var einstaklega glæsilegt en það skoraði Fjölnismaðurinn Jóhann Árni Gunnarsson sem er fæddur árið 2001. Markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi.

Þessi efnilegi piltur er líklega nafn sem fótboltaáhugamenn ættu að leggja á minnið fyrir sumarið, en hann hefur verið að fá tækifæri hjá Ólafi Páli Snorrasyni, þjálfara Fjölnis, í Reykjavíkurbikarnum.

Hann skoraði fjórða mark Fjölnis í 4-2 sigri á Val í A-riðli Reykjavíkurbikarsins og þá var hann einnig í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á ÍR. Fjölnir mætir Leikni í undanúrslitum á fimmtudagskvöldið.

Markið frábæra má sjá hér að neðan en það kemur eftir 37 mínútur í upptökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×