Fótbolti

Shanghai borgaði milljarð fyrir hvert mark Tevez

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tevez vann lítið fyrir launum sínum í Kína
Tevez vann lítið fyrir launum sínum í Kína vísir/epa
Kínverska liðið Shanghai Shenhua borgaði tæpa átta og hálfa milljón punda fyrir hvert mark sem Carlos Tevez skoraði fyrir félagið. Það gerir rétt rúman milljarð íslenskra króna. 

Tevez snéri aftur til Boca Juniors í heimalandi sínu, Argentínu, í síðustu viku eftir rétt rúmt ár í Kína þar sem hann er talinn hafa verið launahæsti knattspyrnumaður heims, með 650 þúsund pund í vikulaun.

Argentínumaðurinn spilaði 20 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim fjögur mörk. Miðað við 92 milljónir íslenskra króna á viku borgaði Shanghai því 1,2 milljarða fyrir hvert mark eða 239 milljónir fyrir hvern leik sem leikmaðurinn spilaði.

Tevez, sem hefur meðal annars spilað fyrir Manchester United og Manchester City, dreymir um að endurheimta sæti sitt í argentíska landsliðinu og komast á HM í Rússlandi. Tækist það myndi Tevez mæta Íslendingum í fyrsta leik.



 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×