Fótbolti

Frakkar hætta með marklínutækni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar mun þurfa að skora afgerandi mörk í næstu leikjum þar sem það verður engin marklínutækni til þess að skera út um vafaatriði.
Neymar mun þurfa að skora afgerandi mörk í næstu leikjum þar sem það verður engin marklínutækni til þess að skera út um vafaatriði. Vísir/Getty
Hætt verður notkun marklínutækni í frönsku deildunum í fótbolta eftir röð mistaka, en stjórnarmaður deildarinnar, Didier Quillot, sagði frá því í dag.

Á ákvörðunin við allar franskar deildir sem valla undir LFP, þar á meðal úrvalsdeildina, og var gerð eftir að tvö mistök áttu sér stað við notkun tækninnar í 8-liða úrslitum franska deildarbikarsins.

„Í gærkvöld áttu tvö alvarleg mistök sér stað við notkun marklínutækninnar, annars vegar í leik Amiens og PSG þar sem marklínutæknin lét ekki vita af marki heldur var það aðstoðarmaður sem horfði á sjónvarpsupptökur af leiknum sem lét dómarann vita að mark hafi verið skorað, og hins vegar í leik Angers og Montpillier þar sem marklínutæknin lét vita af marki sem var ekki mark,“ sagði Quillot.

„Þetta er óásættanlegt og kerfið er ekki áræðanlegt.“

Myndbandsdómarar eru til reynslu í franska deildarbikarnum og munu verða notaðir í úrvalsdeildinni á næsta tímabili ef allt gengur vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×