Lífið

Þrjár pöndur réðust á snjókarl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Pöndurnar létu til skarar skríða.
Pöndurnar létu til skarar skríða. Mynd/Skjáskot

Óhætt er að segja að snjókarlinn sem starfsmen dýragarðsins í Toronto gerðu fyrir pöndurnar sem þar búa hafi átt betri daga.

Dýragarðurinn hefur birt myndefni þar sem sjá má pöndurnar Er Shun, Jia Panpan og Jia Yueyue ráðast á snjókarlinn. Sjá má hvernig pöndurnar láta höggin dynja á snjókarlinum áður en að ein þeirra sest hreinlega ofan á hann.

Sem betur fer fyrir snjókarlinn virðast þeir þó fljótt hafa fengið leið á því að leika sér að honum, því að í lok myndbandsins má sjá hvernig þeir hlaupa í burtu til þess að fara að klóra hver annarri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.