Innlent

Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íbúar Súðavíkur og annarra bæja á Vestfjörðum ættu að fylgjast vel með veðurspám í dag.
Íbúar Súðavíkur og annarra bæja á Vestfjörðum ættu að fylgjast vel með veðurspám í dag. Vísir/Stefán
Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt.

Að sögn varðstjórans Sólrúnar Bjarnadóttur er ekki vitað hvenær vegurinn verður opnaður á ný. Það ráðist af veðri og vindum og verður staðan metin eftir því sem líður á daginn.

Eins og Vísir greindi frá í morgun mun hvessa á norðan- og vestanverðu landinu í dag og verður hvassast á Vestfjörðum og Ströndum. Gera má ráð fyrir vindhraða á bilinu 13 til 23 m/s og að honum fylgi aukin úrkoma.

Fjölmargir vegir eru nú lokaðir á Vestfjörðum og merktir eru með rauðum lit á þessu korti.Vegagerðin

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×