Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum. Minni snjóflóð féllu yfir vegi í nótt. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Við fjöllum líka um ásakanir um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun innan prestastéttarinnar en konur í prestastétt skora á biskup og æðstu stofnanir þjóðkirkjunnar til að bæta vinnuumhverfi kvenna innan kirkjunnar.

Þá fjöllum við um nýja könnun meðal lögmanna en níutíu prósent fulltrúa í stétt lögmanna finna fyrir streitu og meira en helmingur þeirra sér lögmennsku ekki fyrir sér sem framtíðarstarf. 

Fjallað verður um áhuga Bandaríkjamanna á að breyta kjarnorkusamkomulagi við Íran en Sergei Lavrov utanríkisráðherra segir enga þörf fyrir endurskoðun samkomulagsins enda hafi Íranir efnt sínar skuldbindingar samkvæmt því.

Við fjöllum við um lengd sólarhringsins. Skammdegið hverfur nú hratt með hækkandi sól og bættri geðheilsu landsmanna. Aukin birta eftir skammdegi síðustu vikna var áberandi í fallegu vetrarveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Dagurinn lengist nú um 7 mínútur á sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×