Sport

Veturinn er að koma hjá Söru: Sýnishorn úr heimildamynd um íslensku krossfit-konuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Instagram @sarasigmunds
Íslenska krossfit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er viðfangsefnið í nýrri heimildarmynd á vegum FitAid en myndin um Söru mun heita „Perseverance“ eða þrautseigja á íslensku.

FitAid hefur þegar birt sýnishorn á Youtube-síðu sinni til að auglýsa myndina um Ragnheiði Söru en þar er íslenska náttúran í aðalhlutverki og vísun í þættina frægu Game of Thrones.

„Winter is coming“ eða „Veturinn er að koma“ hjá íslensku krossfitkonunni sem var mynduð við heldur kuldarlegar en ótrúlega fallegar aðstæður út í náttúru Íslands. Atriði í þáttunum Game of Thrones voru einmitt mörg hver tekin upp á Íslandi.





Það er rosaleg dramatík í þessu myndbandi og það er ljóst að stórglæsileg íslensk krossfit drottning og stórglæsileg íslensk náttúra fara afar vel saman.

Sara auglýsir einnig heimildarmyndina sína á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það hvetur hún fylgjendur sína að fylgjast með sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×