Lífið

Stórtónleikar hipphoppkvenna

Björg og Vala vilja styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma, meðal annars.
Björg og Vala vilja styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma, meðal annars. visir/vilhelm
Laugardaginn 20. janúar verða haldnir stórtónleikar hipphoppkvenna í Gamla bíói en sama dag verður málþing beintengt viðburðinum þar sem verður farið yfir uppgang og sögu femínisma í hipphoppheiminum og fleira.

Bak við viðburðinn er Puzzy Patrol, en það er viðburðafyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja viðburði með listakonum og femínískum talskonum. Fyrirtækið var stofnað síðasta sumar af Valgerði Árnadóttur, en hún er kölluð Vala, og Ingibjörgu Björnsdóttur – Björgu.

Að auki verður málþing yfir daginn sem Laufey Ólafsdóttir stýrir þar sem farið verður yfir uppgang og sögu femínisma í hipp hopp heiminum ásamt umræðum um stöðu og framtíð kvenna í dag.

Á tónleikunum munu koma fram helstu tónlistarkonur landsins í hipphoppi, Reykjavíkurdætur, Cell7, Alvia Islandia, Krakk & Spaghetti, Sigga Ey og Fever Dream.

Um kvöldið verða síðan haldnir kraftmiklir tónleikar en fram koma:

Alvia

Cell 7

Fever Dream 

Krakk & Spaghetti

Reykjavíkurdætur

Sigga Ey

Málþing 15:00-17:00

Tónleikar 20:00-01:00

18 ára aldurstakmark er á tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×