Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Dæmi eru um að eftirlitsmönnum Vinnueftirlitsins hafi verið hótað lífláti við störf sín og að þeir hafi þurft á vernd að halda í vettvangsferðum. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir að auðvelda þurfi stofnunum að kæra mál sem koma upp, svo starfsmenn þurfi ekki að standa í því persónulega. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar kynnum við okkur líka nýja ríkisstjórn sem tók við völdum í Noregi í dag, í skugga sögusagna um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra.

Þá sýnum við frá heimsókn íslensku forsetahjónanna til Svíakonungs og kynnumst Fjólu, sem er fjögurra ára stúlka með sjaldgæft heilkenni en meistarakokkar landsins hafa tekið höndum saman og ætla að safna fyrir þróun á lyfi sem bætt gæti lífsgæði hennar umtalsvert.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×