Innlent

Eðlilegt ástand á neysluvatni Reykvíkinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftir að gerlarnir fundust var mælt með því að sjóða neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar til að gæta ýtrustu varúðar.
Eftir að gerlarnir fundust var mælt með því að sjóða neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar til að gæta ýtrustu varúðar. vísir/getty
Eðlilegt ástand er á neysluvatni Reykvíkinga samkvæmt sýnum sem tekin voru úr borholum Veitna í Heiðmörk þann 15. janúar. Sýnin komu vel út en gerlafjöldi hafði mælst yfir viðmiðunarmörkum í sýnum sem tekin voru þann 12. janúar eftir mikið vatnsveður.

Samkvæmt tilkynningu frá Veitum tekur tvo til þrjá daga að greina sýnin. Eftir að gerlarnir fundust var mælt með því að sjóða neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar til að gæta ýtrustu varúðar.

Í nýju mælingunum mældist gerlafjöldi við 22°C í 1 ml 25 í einni borholu á Myllulæk og Gvendarbrunnasvæði. Annars mældist lítið sem ekki neitt. Viðmiðunarmörk samkvæmt neysluvatnsreglugerð er 100 í einum ml.


Tengdar fréttir

Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum

Mælt hafði verið með því að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga vegna jarðvegsgerlamengunar í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu.

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík

Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×