Innlent

Slasaður vélsleðamaður á Kálfstindum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Vísir/Ernir
Björgunarsveitarfólk hefur verið ræst út og óskað hefur verið eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss á Kálfstindum nú á fjórða tímanum. Vélsleðamaður mun vera slasaður en hann er hluti af hópi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitarfólk úr Árnessýslu og Mosfellsbæ hafi verið boðað vegna slyssins. Aðgerðir séu á frumstigi.

Kálftindar eru hluti af langri fjallaröð sem teygir sig frá Lyngdalsheiði og til norðausturs inn á hálendið ofan Laugarvatns. Þetta eru móbergsfjöll, sum eru ávöl og slétt að ofan meðan önnur skarta hvössum tindum og skörpum hryggjum.

Uppfært klukkan 16:24

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var maðurinn sóttur á þyrlu og hefur verið fluttur á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×