Innlent

Fyrsta barn ársins kom í heiminn fyrir norðan

Atli Ísleifsson skrifar
Barnið kom í heiminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Barnið kom í heiminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vísir/Auðunn

Fyrsta barn ársins hér á Íslandi kom í heiminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri klukkan 3:15 í nótt.

Inga Vala Jónsdóttir, ljósmóðir á vakt, segir í samtali við Vísi að um dreng hafi verið að ræða og að fæðingin hafi gengið vel. Þetta er annað barn foreldranna sem búa á Akureyri.

Samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni á Landspítalanum við Hringbraut kom fyrsta barn ársins þar í heiminn rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Fyrsta barn ársins 2017 kom í heiminn klukkan 0:03 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og vakti sérstaka athygli að móðir drengsins var sjálf fyrsta barn ársins 1980.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.