Innlent

Harðákveðinn í að hætta í vor

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ísólfur Gylfi Pálmason hættir brátt í stjórnmálunum.
Ísólfur Gylfi Pálmason hættir brátt í stjórnmálunum. vísir/vilhelm

„Ég er þakklátur fyrir hvatningu um áframhaldandi framboð en þessi ákvörðun mín er staðföst og óhagganleg,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason í tilkynningu þar sem hann boðar brotthvarf sitt úr stjórnmálum.

Ísólfur Gylfi, sem sat um árabil á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og er nú sveitarstjóri Rangárþings eystra, hefur verið í sveitarstjórnar- og landsmálapólitík frá árinu 1990. Hann segist ætla að láta staðar numið er kemur að sveitarstjórnarkosningum í vor. „Þetta hefur verið langur og viðburðaríkur tími,“ segir hann í yfirlýsingu. Ekki náðist tal af Ísólfi Gylfa til að inna hann eftir því hvað hann taki sér nú fyrir hendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.