Bílar

Milljón rafmagnsbílar seldir í fyrra

Finnur Thorlacius skrifar
Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims.
Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims. worldcarfans

Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár.

Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.

Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandi worldcarfans


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.