Ljómandi nýársförðun

04. janúar 2018
skrifar

Glans, glans, elegans!

Glamour í samstarfi við Becca sýnir hér glæsilega nýársförðun sem í nokkrum einföldum skrefum hægt hægt að leika eftir. Glans áferð hefur sjaldan verið jafn vinsæl og nú, þá sérsaklega þegar kemur að augnförðun. 

Í þessari förðun var fókusinn lagður á mismunandi áferðir, húðinni var haldið heldur léttri með vott af ljóma, augun fengu háglans áferð og varir kremkennda áferð.

Kremaður bronslitur er borinn á augnlok, meðfram neðri augnhárum og upp undir augnbein.


Því næst er mjög sanseruðu púðri þrýst ofan á kremkennda litinn til að ná fram miklum glans.

Húðtónninn er jafnaður út undir augum, kringum nef og á höku með hyljara.

Sólarpúður er borið beint á kinnbein og strokið létt yfir enni. Kremvara sem ætluð er fyrir varir og kinnar er borin á þau svæði til að veita léttan glans og heilbrigt yfirbragð.
 


Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!

Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+.