Lífið

Pitt bauð 12,5 milljónir til að horfa á GoT með Emiliu Clarke

Atli Ísleifsson skrifar
Emilia Clarke og Brad Pitt sóttu fjáröflun Sean Penn í Los Angeles í gærkvöldi.
Emilia Clarke og Brad Pitt sóttu fjáröflun Sean Penn í Los Angeles í gærkvöldi. Vísir/afp
Bandaríski leikarinn Brad Pitt bauð í gærkvöldi 120 þúsund Bandaríkjadali, um 12,5 milljónir króna, til að fá að horfa á einn Game of Thrones þátt með einni af stjörnum þáttanna, Emiliu Clarke.

Leikarinn Sean Penn stóð fyrir þöglu uppboði í Milk kvikmyndaverinu í Los Angeles í gærkvöldi til styrktar íbúum á Haítí. Variety segir frá þessu.

Clarke var í hópi gesta uppboðsins ásamt Kit Harrington, sem fer með hlutverk Jon Snow í þáttunum. Pitt varð þó ekki að ósk sinni þar sem annar gestur, sem ekki er nefndur í frétt Variety, bauð heila 160 þúsund dali, um sautján milljónir króna.

Fyrsta boð var 20 þúsund dalir og þegar aðeins var á liðið bauðst Harrington til að vera með þegar horft yrði á þáttinn sem fékk Pitt til að hækka sitt boð í 120 þúsund dali.

Í hópi annarra gesta á uppboðinu voru Lena Dunham, Arnold Schwarzenegger, Jason Segel, Connie Britton, Patricia Arquette, Mark Burnett og Leonardo DiCaprio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×