Erlent

Spánverjar í þúsundatali sátu fastir í bílum næturlangt vegna snjókomu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá einni umferðarteppu næturinnar.
Frá einni umferðarteppu næturinnar. Vísir/Epa
Þúsund manna þurftu að eyða nóttinni í bifreiðum sínum vegna mikillar snjókomu á Spáni í gærkvöldi. Lögregla og hermenn vinna nú hörðum höndum að því að koma fólkinu aftur af stað. The Guardian greinir frá.

Gríðarlegur mannfjöldi var á leið til síns heima eftir þrettándagleði víðsvegar á Spáni í gær og mikil umferð var því á hraðbrautum í Castile, León og Madríd. Snjókoma á svæðinu hægði enn frekar á umferðinni og þurftu mörg þúsund manns að eyða aðfararnótt sunnudags í bílum sínum.

Óánægja ríkir meðal farþega bifreiðanna en upplýsingaflæði frá yfirvöldum þykir mjög ábótavant.

Lögregla, hermenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum vinna nú að því að losa um bifreiðarnar og koma fólki aftur af stað. Þá hefur heitum drykkjum, teppum og mat verið útdeilt meðal strandaglópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×