Tónlist

Blöðrur í aðalhlutverki í nýju myndbandi Bara Heiðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiða frumsýnir nýtt myndband við lagið Amsterdam.
Heiða frumsýnir nýtt myndband við lagið Amsterdam.
Tónlistarkonan Heiða Dóra Jónsdóttir, betur þekkt sem Bara Heiða, frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Amsterdam.

Myndbandið var tekið upp í desember 2016 í Amsterdam en það var Gary Donald vinur Heiða frá Írlandi sem leikstýrði myndbandinu.

Myndbandið fylgir eftir stúlku sem leggur af stað í ferðalag eftir að hafa farið í spariföt, gert sig fína og hefur meðferðis helíumblöðruvönd, kampavín og súkkulaði.

„Það standa jákvæð orð á blöðrunum með tússpenna og í upphafi ferðalagsins er hún vongóð og spennt. Þegar líða tekur á ferðalagið þá fara hlutir að súrna,“ segir Heiða og bætir við blöðrurnar tákni jákvæðar tilfinningar sem hverfa eftir því sem súrna taki í atburðarrásinni.

Hér að neðan má sjá myndbandi frá Bara Heiðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×