Enski boltinn

Í þessa leikmenn fóru peningarnir eftir síðustu risasölu Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Vísir/Getty
Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk mikla peninga fyrir Brasilíumanninn. Nú bíða margir spenntir eftir því í hvaða peningarnir munu fara en Liverpool gæti á endanum fengið 142 milljónir punda fyrir Coutinho.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barcelona borgar Liverpool stóra upphæð fyrir leikmenn því spænska félagið keypti Luis Suárez í júlí 2014 fyrir 65 milljónir punda.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur talað fyrir því að Liverpool geri betur en félagið gerði í framhaldi af sölunni á Suárez. Hann hefur gagnrýnt innkaupalistann frá því fyrir þremur árum.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá fóru peningarnir fyrir Suárez í marga leikmenn en það má deila um hversu góð kaupin á mörgum þeirra voru.





Það eru einkum kaupin á þeim Lazar Markovic, Mario Balotelli, Divock Origi og Rickie Lambert sem skiluðu litlu sem engu inn á vellinum.

Adam Lallana, Dejan Lovren, Alberto Moreno og Emre Can hafa aftur á móti allir spilað stórt hlutverk með liðinu síðan og gera enn.

Liverpool er þegar búið að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk fyrir 75 milljónir punda í janúarglugganum og í sumar kemur til félagsins miðjumaðurinn Naby Keita frá RB Leipzig fyrir 48 milljónir punda. Liverpool er því komið vel á veg með því að eyða peningunum sem félagið fær fyrir Philippe Coutinho.

Stuðningsmenn Liverpool bíða nú frétta af leikmannamálum enda búast flestir við því að félagið kaupi mann í svipaða leikstöðu og Philippe Coutinho spilar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×