Lífið

Lygilegt myndband sýnir hnúfubak bjarga kafara frá hákarli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nan Hauser var að vonum ánægð með hnúfubakinn.
Nan Hauser var að vonum ánægð með hnúfubakinn.
Líffræðingurinn Nan Hauser lenti í heldur óvanalegu atviki á dögunum þegar hún kafaði í kringum  hnúfubak við eyjuna Rarotonga.

Hauser er sérfræðingur þegar kemur að dýralífinu í sjónum og rannsakar hún gjarnan dýraríkið neðansjávar.

Í mögnuðu myndbandi sem er að finna á YouTube má sjá þegar hnúfubakur ýtir Hauser í burtu frá hákarli sem var á sveimi í kringum hana.

Hnúfubakurinn nær á einum tímapunkti að ýta konunni upp úr sjónum og virðist hann einfaldlega vera að vernda kafarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×