Innlent

Ekið á tíu ára dreng

Samúel Karl Ólason skrifar
Óhappið var við biðstöð strætisvagna og sagðist ökumaður bílsins ekki hafa séð drenginn fyrr en við óhappið.
Óhappið var við biðstöð strætisvagna og sagðist ökumaður bílsins ekki hafa séð drenginn fyrr en við óhappið. Vísir/Eyþór
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hefði verið á tíu ára dreng. Hann kvartaði undan eymslum í andliti og líkama og var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild til aðhlynningar. Óhappið var við biðstöð strætisvagna og sagðist ökumaður bílsins ekki hafa séð drenginn fyrr en við óhappið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Maður og kona voru handtekin í Hafnarfirði en þau eru grunuð um líkamsárás og að tálma störf lögreglu. Þau voru mjög ölvuð og voru vistuð í fangageymslu í nótt. Þá var maður handtekinn í Hraunbæ vegna gruns um líkamsárás. Sá var í mjög annarlegu ástandi og er ekki vitað um meiðsl árásarþola.

Mikið var um ölvunarakstur og/eða akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×