Enski boltinn

Handtekinn fyrir að beita Sterling kynþáttaníði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sterling í leiknum gegn Tottenham um helgina, sem City vann 4-1.
Sterling í leiknum gegn Tottenham um helgina, sem City vann 4-1. Vísir/Getty
Lögreglan í Manchester handtók í gær 29 ára karlmann, Karl Anderson, vegna atviks sem átti sér stað fyrir leik Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Fyrir leikinn, þegar leikmenn Manchester City komu á Etihad-leikvanginn, mun Anderson hafa bæði sparkað í Sterling og beitt hann kynþáttaníði.

Anderson var handtekinn í gær og ákærður fyrir kynþáttaníð og líkamsárás. Áætlað er að hann verði leiddur fyrir dómara í dag en lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp.

Samtökin Kick It Out, sem berjast gegn misrétti í knattspyrnunni í Englandi, segja að þau hafi verið í sambandi við Sterling og boðið honum aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×