Innlent

Él fyrir norðan en bjart fyrir sunnan

Kjartan Kjartansson skrifar
Gert er ráð fyrir björtu veðri og þurru sunnanlands í dag.
Gert er ráð fyrir björtu veðri og þurru sunnanlands í dag. Vísir/GVA

Spáð er norðlægri vindátt á landinu í dag með 8-13 m/s. Gert er ráð fyrir éljum norðantil á landinu en þurru og björtu veðri syðra.

Hvessa á í veðri í nótt og á morgun með norðan og norðaustan 10-18. Þá verður snjókoma eða él norðan- og austanlands en annars þurrt. Spáð er frosti á bilinu tvö til tíu stig.

Á miðvikudag er útlit fyrir svipað veður áfram, en hægari vind.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.