Innlent

Varað við snörpum hviðum undir Vatnajökli

Kjartan Kjartansson skrifar
Þeir sem ætla að vera á ferðinni á morgun ættu að huga að veðurspá. Spáð er norðan hvassviðri.
Þeir sem ætla að vera á ferðinni á morgun ættu að huga að veðurspá. Spáð er norðan hvassviðri. Vísir

Veðustofan varar við alhvassri eða hvassri norðanátt undir Vatnajökli á öðrum degi jóla og snörpum vindhviðum nærri fjöllum þar. Hvessa á í veðri á landinu í kvöld og nótt.

Gul viðvörun er í gildi vegna norðanhvassviðris á Suðausturlandi. Þar gætu vindhviður náð 35 m/s undir Vatnajökli, einkum austan Öræfa.

Spáð er norðlægri átt, víða 8-13 m/s og éljum á norðanverðu landinu í dag en bjartviðri syðra.

Í kvöld og nótt á að hvessa með 13-20 m/s norðan- og norðaustanátt á morgun, hvassast suðaustantil.  Spáð er snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, annars úrkomulausu að kalla. Frost eitt til tíu stig, mest inn til landsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.