Enski boltinn

Kompany: Ekkert er unnið enn, við munum hvað gerðist 2012

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vincent Kompany tók við Englandsbikarnum 2014 en síðan hefur Manchester borg ekki eignast Englandsmeistara.
Vincent Kompany tók við Englandsbikarnum 2014 en síðan hefur Manchester borg ekki eignast Englandsmeistara.
Manchester City getur náð 15 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildina vinni liðið Newcastle á útivelli í kvöld.

Vincent Kompany vill þó ekki að liðsfélagar sínir fari að halda að deildin sé unnin, því það þurfi ekki að fara lengra aftur í tímann en til 2012 þegar Manchester United var með átta stiga forskot þegar sex leikir voru eftir og City tók titilinn með sér heim á lokadegi deildarinnar.

„Ég veit ekki hvort allir muni eftir þessu, en þess vegna segi ég við strákana að við getum ekki hugsað svona,“ sagði Kompany.

„Við verðum að halda áfram. Við vitum hversu lítið þarf til að tapa þessu og það er allt of snemmt til að draga neinar ályktanir,“ sagði Vincent Kompany.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×