Fótbolti

Ísland hagar sér best

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum.
Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum. Vísir/Eyþór
Íslendingar eru prúðastir allra Evrópuþjóða, en Ísland er efst á háttvísislista UEFA.

Listinn tekur mið af bæði landsleikjum og leikjum félagsliða frá tímabilinu 1. júlí 2016 til 30. júní 2017.

Íslensk lið hafa leikið 42 leiki á vegum UEFA á þessum tíma, en 35 leiki þarf til að komast á listann.

Einkunn Íslands í þessum leikjum er 8,51. Næstir koma Hollendingar með 8,47 og svo Pólverjar með 8,46.

Norðmenn eru næstir af Norðurlandaþjóðum í fjórða sæti og Finnar þar strax á eftir í því fimmta. Svíar eru í 10. sæti og Danir í því 16.

Neðst á listanum er Makedónía í 47. sæti með einkunn upp á 7,636.

Ef engin takmörk væru á leikjafjölda væri Kósóvó fyrir ofan okkur Íslendinga með einkunn upp á 8,768 í 22 leikjum. Engin önnur af þeim átta þjóðum sem ekki komast á listann kæmist yfir okkur Íslendinga, en listann má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×