Fótbolti

Gylfi sagður vera með hátt í 700 milljónir króna í árslaun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gulldrengurinn Gylfi Þór gerir það gott.
Gulldrengurinn Gylfi Þór gerir það gott. vísir/getty
Viðskiptablaðið er með úttekt á launum íslenskra íþróttamanna í áramótablaði sínu líkt og það hefur gert síðustu ár. Gylfi Þór Sigurðsson er langlaunahæsti íþróttamaður Íslands samkvæmt úttektinni.

Viðskiptablaðið segir að árstekjur Gylfa Þórs séu í kringum 660 milljónir króna. Næstur á listanum er íslenski Bandaríkjamaðurinn Aron Jóhannsson en hann er með 200 milljónir króna í árslaun að því er Viðskiptablaðið segir.

Knattspyrnumenn eru í þrettán efstu sætum listans en handboltamaðurinn Aron Pálmarsson nær fjórtánda sætinu með um 60 milljón króna árslaun. Guðjón Valur Sigurðsson nær sextánda sætinu með um 50 milljónir króna í árslaun.

Tíu launahæstu íþróttamennirnir samkvæmt Viðskiptablaðinu:

1. Gylfi Þór Sigurðsson, Everton - um 660 milljónir króna.

2. Aron Jóhannsson, Werder Bremen - um 200 m.kr.

3. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley - um 180 m.kr.

4. Birkir Bjarnason, Aston Villa - um 170 m.kr.

5. Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan - um 150 m.kr.

6. Alfreð Finnbogason, Augsburg - um 150 m.kr.

7. Sverrir Ingi Ingason, Rostov - um 140 m.kr.

8. Aron Einar Gunnarsson, Cardiff - um 135 m.kr.

9. Kolbeinn Sigþórsson, Nantes - um 130 m.kr.

10. Viðar Örn Kjartansson, Maccabi - um 125 m.kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×