Innlent

24 stiga frost á Mývatni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er þó eitthvað í það að frjósi í hverunum.
Það er þó eitthvað í það að frjósi í hverunum. Vísir/Getty

Það verður bjart og fallegt veður víða um land í dag - en frostið verður heldur ekki langt undan. Það verður frá 3 stigum við suðurströndina upp í 15 stig í innsveitum norðanlands. Í froststillum þar sem blæs hægt af hálendinu getur frost orðið enn meira, til dæmis mældist tæplega 24 stiga frost við Mývatn í nótt.

Þá verður fremur hæg austlæg eða breytileg átt í dag en austan strekkingur undir Eyjafjöllum. Léttskýjað en dálítil él við sjávarsíðuna Norðaustan- og Austanlands. Að sama skapi verður norðaustan strekkingur norðvestantil og með suðurströndinni annað kvöld, alveg fram á Gamlárskvöld, en hæg norðaustan eða breytileg átt annarsstaðar.

Skýjað með köflum og dregur heldur úr frosti en él nyrst og austantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s, hvassast við sjávarsíðuna og léttskýjað. Heldur hægari og dálítil él austan- og norðaustanlands. Vægt frost en niður í 10 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.

Á sunnudag (gamlársdagur):
Fremur hæg norðaustan átt en 8-13 á Vestfjörðum og með suðausturstöndinni. Dálítil él norðan- og austanlands, en bjart sunnan heiða. Austan 2-6 suðvestantil á landinu um kvöldið og léttskýjað. Frost 2 til 10 stig.

Á mánudag (nýársdagur):
Norðlæg átt, víða 3-8 m/s en 8-13 sunnanlands um kvöldið. Stöku él um landið norðaustanvert, en úrkomulaust sunnantil fram á kvöld. Áfram frost um allt land.

Á þriðjudag:
Allhvöss eða hvöss austanátt og snjókoma eða slydda sunnanlands en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti um og yfir frostmarki syðst en áfram frost í innsveitum norðanlands.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir strekkings eða allhvassa austlæga átt með éljum fyrir norðan og austan, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Víða vægt frost.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.