Íslenski boltinn

Meistarar Vals mæta KR í opnunarleiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íslandsmeistarar Vals byrja á heimavelli.
Íslandsmeistarar Vals byrja á heimavelli. vísir/anton
Mótanefnd KSÍ birti í dag drög að leikjaniðurröðun Pepsi-deildanna og Inkasso-deildarinnar.

Íslandsmótið hjá körlunum hefst föstudagskvöldið 27. apríl er KR sækir Íslandsmeistara Vals heim. Pepsi-deild kvenna hefst fimmtudaginn 4. maí með leik Stjörnunnar og Breiðabliks.

Hér að neðan má sjá útskýringar KSÍ á leikjaniðurröðuninni en eitthvað verður spilað á meðan HM stendur yfir í Rússlandi.

Fyrir keppnistímabilið 2018 var niðurröðun leikja unnin með öðrum hætti en venjulega. Ekki var dregið í töfluröð líkt og mörg undanfarin ár.

Þess í stað réðst númer liða í töflunni (töfluröðinni) af þeim óskum sem félögin komu á framfæri við nefndina, þ.e. hvernig best væri að uppfylla óskir viðkomandi félaga. Nefndin náði með þessari aðferð að verða við flestum óskum félaganna.

Dregið er verulega úr fjölda leikja meðan HM fer fram. Þannig er gert ráð fyrir að einungis Evrópuliðin leiki í Pepsi-deild karla meðan riðlakeppni HM fer fram. Á sama tíma fer fram ein umferð í Inkasso-deildinni og tvær umferðir í Pepsi-deild kvenna.

Helgast það af því að gera þarf hlé í Pepsi-deild kvenna frá 4.-14. júní vegna landsliðsverkefna. Ekki er útilokað að einstök félög muni óska eftir færslum vegna HM. Er því ekki útilokað að einhverjir leikir muni færast til af þeim sökum.



Leikjaniðurröðun fyrir Pepsi-deild karla.

Leikjaniðurröðun fyrir Pepsi-deild kvenna.

Leikjaniðurröðun fyrir Inkasso-deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×