Innlent

Kynjahalli áberandi í félögum tónskálda og listdansara

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Fáar konur eru í Félagi tónskálda og textahöfunda og sárafáir karlmenn eru í Félagi íslenskra listdansara.
Fáar konur eru í Félagi tónskálda og textahöfunda og sárafáir karlmenn eru í Félagi íslenskra listdansara. Vísir/GVA
Aðeins 14 prósent félagsmanna Félags tónskálda og textahöfunda eru konur. Kynjahallinn er enn meiri í Félagi íslenskra listdansara en þar hallar þó á karla. Í félaginu eru sex karlar, en þeir eru aðeins um 5 prósent allra félagsmanna. Um er að ræða tölur frá árinu 2016 en þetta kemur fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur.

Í bæklingnum er gerð grein fyrir hlutfalli karla og kvenna í ýmsum félögum listamanna árið 2016. Athygli vekur að konur eru í talsverðum meirihluta í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, en 75 prósent félagsmanna þar eru kvenkyns. Karlar eru í meirihluta í Félagi leikskálda og handritshöfunda, eða um 63 prósent. 

Karlar meira áberandi í stjórnum íþróttafélaga

Í Kynlegum tölum kemur fram að 67 prósent þeirra sem sitja í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur 2017 séu karlmenn. Þá er aðeins ein kona formaður hverfisfélags á móti átta körlum.

Jafnframt hallar á konur í stjórnum hverfisfélaga í Reykjavík. Kynjahlutfallið er jafnast í Víkingi, en í stjórn félagsins sitja fjórar konur en átta karlar.

Lesa má bæklinginn Kynlegar tölur í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×