Innlent

Stakk af eftir árekstur og orðaskipti

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Ökumaðurinn náði ekki að hrista af sér lögreglubílinn.
Ökumaðurinn náði ekki að hrista af sér lögreglubílinn. VÍSIR/EYÞÓR
Tilkynnt var um árekstur og afstungu í Reykjavík á tólfta tímanum í dag. Ökumenn áttu stutt orðaskipti eftir áreksturinn en eftir þau ákvað annar þeirra að aka í burtu án þess að klára málið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá stöðvaði lögreglan ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna í nágrenni miðborgarinnar en ökumaðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og notaði ekki bílbelti. Var hann látinn laus að lokinni skýrslu- og sýnatöku. 

Lögreglan stöðvaði einnig ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda í nágrenni Kópavogs. Ökumaðurinn var látinn laus að lokinni skýrslu- og sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×