Innlent

Lögfest verði sektarákvæði ef stofnanir skila ekki ársreikningum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Þrátt fyrir árvissar ítrekanir Ríkisendurskoðunar hafa skil ekki batnað.
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Þrátt fyrir árvissar ítrekanir Ríkisendurskoðunar hafa skil ekki batnað. Vísir/GVA
Ríkisendurskoðun hefur birt yfirlit um ársreikninga staðfestra sjóða og sjálfseignarstofnana vegna ársins 2016. 364 sjóðir eða stofnanir hafa ekki skilað Ríkisendurskoðun ársreikningi fyrir rekstrarárið  en sá sem ber ábyrgð á sjóði eða stofnun skal, eigi síðar en 30. Júní ár hvert, senda Ríkisendurskoðun ársreikninga fyrir árið á undan með skýrslu um hvernig fé sjóðs eða stofnunar hefur verið ráðstafað á því ári.

Í árslok 2017 voru 731 sjóður og stofnun á skrá. Eins og áður sagði hafa 364 sjóðir eða stofnanir ekki skilað Ríkisendurskoðun ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár. Þar af eru 22 sjóðir eða stofnanir sem ekki hafa skilað ársreikningi í áratug eða lengur og 96 sem ekki hafa skilað ársreikningi í fimm til tíu ár.

Á vef Ríkisendurskoðunar kemur fram að þrátt fyrir árvissar ítrekanir þeirra við forsvarsmenn sjóða og sjálfseignarstofnana undanfarin ár hafi skil ekki orðið betri. Einnig kemur fram að stjórnvöld hafa samkvæmt gildandi lögum ekki miklar heimildir til þess að beita refsiviðurlögum, dags- eða vikusektum, vegna síðbúinna skila eða annarra vanrækslu.

Ríkisendurskoðun fer þess á leit við dómsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að lögfest verði sektarákvæði, að þau geti beitt sektum ef sjóðir og sjálfseignarstofnanir skila ekki ársreikningum.

Hægt er að skoða yfirlit um sjálfseignarstofnanir og sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá fyrir rekstrarárið 2016 með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×