Innlent

Andar áfram af norðri

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er hægviðri, að það verði léttskýjað og áfram kalt fram eftir morgundegi.
Spáð er hægviðri, að það verði léttskýjað og áfram kalt fram eftir morgundegi. Vísir/ernir
„Hann andar áfram af norðri í dag, víða gola eða kaldi, en strekkingur austast á landinu. Dálítil él norðaustantil, en víða léttskýjað annars staðar. Frost 2 til 12 stig,“ segir á heimasíðu Veðurstofunnar um veðrið í dag. Búist er við norðlægri átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu austast á landinu.

Spáð er hægviðri, að það verði léttskýjað og áfram kalt fram eftir morgundegi. Vaxandi suðaustanátt seinnipartinn á Suður- og Vesturlandi, þykknar upp og dregur úr frosti. 

„Á meðan við erum í rólegheitum í kalda loftinu á Íslandi stefna óveðurslægðirnar á Evrópu. Ein slík kemur af Atlantshafi inn á Biscayaflóa seint í dag og veldur stormi og úrhelli á Norður-Spáni og Portúgal í kvöld og nótt og einnig verður illviðri af hennar völdum í Frakklandi í fyrramálið. Áður en morgundagurinn er úti mun þessi djúpa lægð hafa valdið usla og tjóni í mörgum löndum Evrópu,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur á N- og A-landi, úrkomulítið og minnkandi frost. Suðaustan 5-13 og skúrir eða él undir kvöld, en rigning SA-lands. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:

Snýst í norðaustan 8-13 m/s. Slydda eða rigning með köflum og snjókoma til landsins, en styttir upp á S- og V-landi. Víða frostlaust við ströndina, annars vægt frost.

Á fimmtudag:

Norðan 8-13 og él, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 0 til 4 stig.

Á föstudag:

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en él við NA-ströndina. Talsvert frost.

Á laugardag:

Líkur á suðaustanátt með úrkomu og hlýnandi veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×