Fjólublár er litur ársins 2018

10. desember 2017
skrifar

Á hverju ári velur fyrirtækið Pantone lit ársins - og í ár er það liturinn ultra violet eða fjólublár.  Um er að ræða lit sem þeir telja muni vera áberandi á tískupöllunum jafnt og í innanhúshönnun á árinu. 

Liturinn sem varð fyrir valinu núna er alls ekki allra og miklar líkur á því að þú eigir ekkert í þessum lit. En það er þess virði að gefa gaum núna. 

Svona djúp fjólublár er mjög fallegur paraður saman við rautt, sægrænt eða tónaður niður með pastellitum. Til þess að verða ekki of væminn er sniðugt að velja sér hluti eða fatnað í grófari kantinum. 

Fáum innblástur fyrir lit ársins í fataskápinn hér: Balenciaga.Valentino


Stella McCartney