Lífið

Einn virtasti plötusnúður heims spilaði lag með BLKPRTY

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá drengina BLKPRTY með Kilo á milli sín.
Hér má sjá drengina BLKPRTY með Kilo á milli sín.
Dj craze er að margra mati besti plötusnúður heims en hann var plötusnúður Kanye West í mörg ár og er hann eini einstaklingurinn sem hefur unnið hinn mikla DMC World DJ Championship þrisvar í röð.

Nýlega spilaði hann lag með íslenska tvíeykinu BLKPRTY í einum virtasta plötusnúðaþætti heims, The essential mix á bbc radio one, en hann spilaði lagið granny´s word.

Þetta þykir mikil viðurkenning fyrir BLKPRTY en þeir ertu þekktastir fyrir að hafa framleitt tónlist fyrir listamenn á borð við Kilo, Röggu Hólm, Dabba T, Reykjavíkurdætur, Balcony Boys og fleiri.

Nýlega hefur BLKPRTY verið að vinna í sinni fyrstu plötu auk þess að framleiða ný lög fyrir Balcony Boys, Reykjavíkurdætur og Röggu Hólm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×