Fótbolti

Heimir: Leiðin er ekki löng úr janúar hópnum á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson minntist á Jón Daða Böðvarsson og Theodór Elmar Bjarnason sem leikmenn sem nýttu sín tækifæri í janúar verkefni.
Heimir Hallgrímsson minntist á Jón Daða Böðvarsson og Theodór Elmar Bjarnason sem leikmenn sem nýttu sín tækifæri í janúar verkefni. vísir/getty
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 22 manna hóp sem mætir Indónesíu ytra í tveimur vináttuleikjum utan Alþjóðlegra leikdaga í janúar.

Á meðal þeirra leikmanna sem fá tækifæri að þessu sinni eru Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV, Samúel Kári Friðjónsson, Vålerenga og danski Íslendingurinn Mikael Neville sem spilar með Vendyssel í Danmörku.

Janúar verkefnið fyrir EM 2016 heppnaðist vel og vonast Heimir til þess að strákarnir sem fá tækifærið núna nýti það sem best.

„Þessi janúar verkefni hjá okkur verða alltaf, fyrst og fremst, að snúast um framtíðina. Við ætlumst til þess að strákar í þessum hópi verði A-landsliðsmenn í framtíðinni,“ segir Heimir.

„Okkar von er sú að einhverjir verði hraðar betri en búist er við. Það gerðist 2016 fyrir EM að sumir leikmenn nýttu sér þetta tækifæri gríðarlega vel og stimpluðu sig inn. Þeir héldu svo áfram að bæta sig með sínum félagsliðum og komust á EM.“

„Leiðin er því ekkert löng frá þessu verkefni og inn í lokahóp. Það er því okkar ósk að við fáum ný andlit sem berjast um sæti til Rússlands,“ segir Heimir Hallgrímsson.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Heimis

Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn sem mætir Indónesíu í tveimur vináttuleikjum í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×